Framkvæmdir fyrir höndum

Jæja, það er ljóst að það verður nóg að gera hér á Kaplaskjólsveginum næstu vikurnar. Ég stefni á að selja íbúðina fyrir haustið og ekki seinna vænna en að koma íbúðinni í söluhæft stand. Til þess þarf ég að

Laga gluggann sem lekur hjá Val og mála herbergið
Setja upp hurðina fyrir örbylgjuofnshólfið í eldhúsinu
Klára sökkulinn við uppþvottavélina
Mála nokkra glugga

Þetta er svona það sem kemur fyrst í hugann. Alveg sé ég fyrir mér að kallað verður á Björn Ólafsson, verðandi málarasvein, í mat á næstunni auk þess sem tengdapabbi verður notaður út í ystu æsar. (sjálfur er ég handónýtur til allra svona verka, ég játa það fúslega)


KR - ekki meir

Það er góður siður að halda með hverfisfélaginu sínu. Af þeim sökum er ég gallharður stuðningsmaður Leiknis enda á ég að baki glæstan knattspyrnuferil upp í 4. flokk hjá því félagi. Síðustu árin hef ég þó búið í vesturbænum og það er erfitt að halda með kr- eiginlega ómögulegt. Ég hélt að kannski væri þetta eitthvað sem yxi á mann, svona eins og snýkjudýr en nei, það er bara ekki hægt að verða kr-ingur.

Nú er allt útlit fyrir að ég sé að verða framari, það er ekki svo slæmt, ég spilaði eitt tímabil í 5. flokki í handbolta með þeim klúbbi. Það er mun skemmtilegri tilhugsun að Valur spili fyrir Fram en kr.

Ekki að þetta breyti miklu, ég verð alltaf Leiknismaður fyrst og fremst.

Og já, svo þetta skiljist, ég er að flytja upp í Grafarholt í haust. ´(á hjara veraldar ég veit)


Spakmæli dagsins

Eitt sinn úthverfadrengur, ávallt úthverfadrengur

Hneisa aldarinnar

Á minni fyrstu næturvakt þetta sumarið hefur mér verið tjáð að búið sé að afleggja þann merka og góða dagskrárlið "Áætlun farþegaflugs á Keflavíkurflugvelli fram að hádegi" og ekki hafi borið á miklum söknuði.

Ég stóð alltaf í þeirri trú að landinn vaknaði klukkan 5:05 á hverjum morgni til að hlýða á þennan lestur.


Umhverfisvinurinn

Um helgina henti ég dagblöðum í fyrsta sinn í svotilgerðan blaðagám út við Vesturbæjarlaug. Af hverju fær maður ekki 10kall fyrir hvert dagblað, þá myndi ég jafnvel nenna að gera þetta aftur.

Eðalbíll

Í morgun fór fíatinn minn í gang í fyrstu tilraun þrátt fyrir grenjandi rigningu. Já á svona dögum er maður glaður að vera á svona gæðabifreið.


Velferð þjóðarinnar

Þá eru sæludagar sumarfrísins liðnir og við tekur sumarvinnan sem nú er á nýjum vinnustað. Ríkisútvarpið ofh sem reyndar er skuggalega keimlíkur þeirri stofnun sem ég hef starfað á síðastliðin sumur. Þar mun ég vaka yfir velferð þjóðarinnar að næturlagi og skýra frá gangi heimsmálanna og flugferðum á Keflavíkurflugvelli.

Mér sýnist á fjölmiðlaumræðu síðustu daga að ráðning Egils Helgasonar skyggi dálítið á mína ráðningu.


Slysó

Litli kúturinn minn prófaði slysó í fyrsta skipti á laugardaginn. Hrundi á stofuborðið og fékk skurð við vörina. 2 spor og er nú jafn góður og nýr. Nú hefur því öll fjölskyldan afrekað að mæta á slysó á þessu ári. Það er kannski ekkert til að hreykja sér af.

Sjómannadagurinn

Í dag fór ég ásamt familíu á sjómannadaginn og þá rifjaðist upp fyrir mér hvers vegna ég hef ekki mætt árum saman á þessi hátíðarhöld....

Ég býst ekki við að mæta að ári.


Stubbarnir - öfugir eður ei

Pólverjar hafa miklar áhyggjur af meintri samkynhneigð Tinky Winky. Ég hef meiri áhyggjur af því að stubbarnir sofa alltaf með álpappír í sængur stað. Það er ekkert nema kaldrifjaður áróður.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband