19.9.2007 | 15:25
6. sætið
Leiknismenn náðu í gær að leggja Stjörnumenn að velli 2-1 á Ghetto ground og vitanlega vorum ég þar staddur með karli föður mínum og einnig ungri snót sem tók vel við mútum og gólaði áfram Leiknir allan leikinn af fullum krafti gegn því að fá pizzasneið og skittles í hálfleik. Þetta er greinilega happa og ljóst að hér með er Agnes frænka mín orðin að lukkudýri sem ég tek með á alla heimaleiki. Hún hafði einnig margt að segja um framgöngu dómarans eftir leik en það er ekki prenthæft.
En það var ekki bara að Leiknir næði sér í þrjú stig, ég náði mér í flensu og ligg nú heima þreyttur, slappur og tussulegur. Harkaði reyndar af mér í vinnunni í morgun en hefði kannski betur sleppt því. Vonandi er þetta þó bara eins dags flensa eða svo. Þetta er alveg glatað.
Syni mínum var hrósað fyrir hárgreiðslu sína á leikskólanum í morgun. Ekki eyddi karl faðir hans þó löngum tíma í hana og er allri ábyrgð vísað á föðurömmu drengsins sem dreift hefur frá sér þeim genum að hár karlkyns afkomanda hennar vísar iðulega í allar áttir þegar þeir vakna. Svo er Valur með lubba núna, það hjálpar ekki til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 23:50
Hundar og líkbílar
Í dag gelti ég á kellingarálku sem skellti utan í nýja bílinn minn, blessunarlega fyrir hana fór hurðin hennar í afturljósið á mínum án þess að valda skemmdum. En djöfull var ég leiðinlegur við kellinguna.
Hún átti það reyndar alveg skilið fyrir að geta ekki passað hurðina á bílnum sínum.
Að öðrum hlutum, ég ók framhjá Honda CRV, 2007 árgerð í dag. Bíllinn var svartur og til að vera töffari hafði eigandinn látið skyggja rúðurnar að aftan. Hann hefur sennilega ekki áttað sig á því að bíllinn hans lítur út eins og líkbíll, en jæja það er misjafnt hvað mönnum finnst kúl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 17:50
Lélegasta veitingahús borgarinnar...
...er Galileo. Það er vægast sagt skelfilegur staður, maturinn er ekki til að hrópa húrra fyrir en er þó 17 klössum betri en þjónustan. Njallinn mun ekki mæta aftur á þetta skítapleis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 20:00
kúkað í koppinn
Í gær var merkur dagur en þá fór Valur sjálfviljugur á koppinn og vildi kúka. Og það gerði hann og pissaði í leiðinni, vitaskuld þurfti lítill maður að fá ís fyrir þetta afrek.
Í dag fór Valur aftur á koppinn, en í þetta skiptið voru engin afrek unnin.
Að öðru: Þessi mynd er klárlega einhver sú lífseigasta sem af mér hefur verið tekin. Mér finnst ég sætur á henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 20:54
Og boltinn rúllar enn...
Jafntefli landsliðsins gegn Spánverjum á laugardaginn kom mér á óvart. Menn hafa hrósað liðinu í hástert en mér finnst menn ekki alveg átta sig á mikilvægi þess að Spánverjar voru einum færri í 70 mínútur. (og það fremur óverðskuldað að mér sýndist). Við skoruðum flott mark en svo var sú furðulega ákvörðun tekin að verjast með 10 menn í eigin vítateig og leyfa Spanjólum að ráfa með boltann fram og til baka fyrir framan vítateiginn okkar. Vitaskuld klúðraðist sú leikaðferð enda heimskuleg mjög.
Næsti leikur liðsins er gegn Norður Írum á miðvikudag. Þeim leik munum við tapa, 0-2 eða 0-3. Norður Írar eru með óþekkta leikmenn en spila sem lið og það mun skila þeim sigri. Í kjölfarið hljóta forsvarsmenn KSÍ að sjá að Eyjólfur er gagnslaus og best væri að reka hann. Þá hafa þeir einungis einn góðan kost í stöðunni GUÐJÓN ÞÓRÐARSON, kóngurinn á að taka við þessu aftur og koma okkur á HM 2010. Guus Hiddink væri svo sem ágætur líka en hann er upptekinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2007 | 21:32
Róleg helgi að baki
Þá er feðgahelgin að klárast og Valur er sofnaður í sínu bóli. Ég sit og reyni að undirbúa kennslu morgundagsins. Hlutskipti Vals er klárlega skemmtilegra en mitt. Þessir síðustu dagar hafa verið rólegir hjá okkur feðgum en engu að síður töluvert mikið brallað, leikið úti og inni, ömmur og afar heimsótt og einnig farið í sund. Vitaskuld var einnig horft öðru hverju á þann ágæta húsasmíðameistara Bubba.
En þótt við höfum plummað okkur ágætlega þá verður nú voða gott að fá Sunnu aftur heim á þriðjudaginn. Valur er einnig farin að spyrja töluvert um mömmu sína og skilur ekki alveg af hverju hún er ekkert á svæðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2007 | 21:03
vonbrigði
Mikið afskaplega var ég glaður er ég las póstinn minn í dag og sá að þar var tölvupóstur frá John Barnes. Gamla hetjan, töframaðurinn á vinstri kantinum hjá Liverpool, hafði séð ástæðu til að senda mér, litlum óþekktum og hálfsköllóttum Íslending tölvupóst. Hvílík hoppandi hamingja og gleði. Efni bréfsins var þó ekki eins og við var að búast enda var herra Barnes að bjóða aðgerðir til að auka karlmennsku með einum og öðrum hætti og bauðst til að stækka getnaðarlim minn um fjölmargar prósentur.
Mér þykir leitt hvernig komið er fyrir John Barnes í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 22:27
Nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 08:55
Sammi í morgunsárið
Það getur verið gott að grípa í Samma brunavörð þegar litlir menn eru glaðvaknaðir klukkan 7 og pabbinn er þreyttur. Held að allir aðilar hafi verið sáttir við ráðahaginn. Nema kannski þegar kallinn lagði af stað í vinnuna upp úr 8 og lenti í umferðarhnút dauðans á Hringbraut.
Á morgun fer Sunna til BNA og karlinn því einn í kotinu. Það mun þýða mikið suð í móður minni um kvöldmat:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2007 | 23:30
Blessuð blíðan
Haustlægðirnar eru mættar og fylgifiskur þess er að glugginn inni hjá Val er farinn að leka. Mikið væri nú gaman ef verktakadjöfullinn hefði notað sumarið til að skipta um glugga og rennur.
Ég held að helvíti sé staður fyrir byggingaverktaka. Þar hitta þeir fyrir fasteignasala og lögfræðinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)