Færsluflokkur: Bloggar
3.9.2007 | 23:27
Næsti bolur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 23:25
Næstum því
Um helgina var ég í Worldclass þegar ég sá allt í einu að ég hélt Aron Pálma á hlaupabretti. Við nánari athugun kom í ljós að það var ekki rétt....
....hann lítur svo sem ekki út fyrir að mæta reglulega í ræktina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 09:19
Nýr bíll - nýr bolur
Í gær fékk ég ánægjulegt símtal þar sem Hörður hjá Toyota tilkynnti mér að Aygoinn minn væri tilbúinn og ég gæti komið og sótt hann. Sem ég og gerði. Hún er ágæt til síns brúks, japanska blikkdollan mín þó ekki sé hún neinn Volvo að gæðum. Svo eyðir hún engu bensíni, það er kostur.
Í dag er ég að hugsa um að kaupa mér bol, það verður enginn venjulegur bolur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 09:17
4 dagar
Eftir fjóra daga fæ ég að öllum líkindum Aygoinn minn í hendurnar. BKE66 er víst númerið en Sunnu finnst það hljóma eins og kaffi. Ég hlakka til að fá nýja bílinn enda bölvað að vera á einum bíl. Þess má einmitt í framhjáhlaupi geta að Fordinn er með bilaðan aftari súrefnis-eitthvað-eitthvað (Sunna fór með hann á verkstæði) en það er víst með öllu óþarfur hlutur í bílnum og því er hann ökuhæfur. Nýr súrefnis..... kemur svo ekki fyrr en í lok september.
Um helgina var tilboð frá Toyota, 5 alþrif á hvern seldan bíl og þeir borga rafmagnsreikninginn fram að áramótum. Vitaskuld var ég mættur og heimtaði slíkan pakka svona fyrst ég var að kaupa Toyota á annað borð. Alþrifin eru að mínu mati aðalatriðið enda hata ég að þvo bíla.
En sumsé, nú styttist í Aygodaga á Kapló, það verður reyndar stutt tímabil enda styttist í flutninga. Við erum meira að segja byrjuð að pakka. Eða öllu heldur, Sunna er byrjuð að pakka. Sjáum fram á að halda afmælið hans Vals í hálf tómri íbúð í septemberlok ef frúin heldur áfram af sama krafti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 09:09
Stunginn
Í gær var ég stunginn af geitung. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík skepna ræðst á mig. Hingað til hef ég staðið mig mun betur í að ráðast á þá enda drep ég öll slík kvikyndi sem ráðast inn í mín húsakynni. En nú var ráðist á mig í bílnum, tók ekki eftir skepnunni fyrr en ég fann sting í handleggnum og svo flaug árásarflugan á braut.
Ég gær heyrði ég líka ítarlegan rökstuðning fyrir því að geitungar og gyðingar væru í raun sami hluturinn. Ég ætla þó ekkert að fara nánar út í hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 20:19
Cult hetja eða stórbrotinn fótboltamaður
Á dögunum reyndi ungur og fávís drengur að hnýta í mig vegna jákvæðra ummæla sem ég lét falla um Úkraínumanninn Andriy Voronin. Taldi hann eitthvað cultdæmi væri þarna í gangi. Nú hefur Voronin þessi byrjað 2 leiki fyrir Liverpool og skorað í þeim 2 mörk og báðir leikirnir hafa unnist. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að hugboð mitt um að Voronin muni reynast Liverpool vel sé á rökum reist.
Megi þeir ungu og fávísu fá sér Liverpooltreyju með nafni John Arne Riise á bakinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 20:29
WTF is Kókósú
Í útvarpinu hef ég nokkrum sinnum heyrt auglýsingu sem hljómar á þessa leið.
Það var einu sinni kanína; sem var alveg eins og þú; borðaði ekki banana; heldur bara kókósú
En hvað er kókósú? Ég spurði í sjoppu og það var horft á mig eins og ég væri klikk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 22:13
Þrjóturinn Rob Styles
Það er engum blöðum um það að fletta að maður dagsins er Rob Styles. Þessari fullyrðingju hljóta allir aðdáendur þess arma klúbbs CSKA London að vera sammála enda er hann eina ástæðan fyrir því að liðið er taplaust í deildinni enn. Þennan mann ætti að senda niður í neðstu deild enda er hann ekki starfi sínu vaxinn. Hvort hann er svona lélegur eða á launaskrá hjá CSKA veit ég ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 22:03
Danskir druslu dagar
Um helgina var haldið til á dönskum dögum í Stykkishólmi. Það voru fúlir landsbyggðarpakksdagar, vægast sagt. Ég sé mjög eftir 1000 kallinum sem ég borgaði í aðgangseyri fyrir þetta enda var lítið sem fékkst í staðinn. Þrátt fyrir aðgangseyrinn kostaði allt, meira að segja hoppukastalar fyrir börn, 200-300 kall fyrir nokkrar mínútur. Það er bara aumingjalegt í meira lagi, ef menn tíma ekki að halda hátíð, þá eiga menn bara að sleppa því. Dagskráin að öðru leyti var drasl. Niðurstaða helgarinnar: Stykkishólmur sökkar og á næsta ári verð ég bara heima og fer í bæinn á menningarnótt.
Í framhaldi af þessu er rétt að minnast á hversu skemmtileg stemming var á Bíldudals grænum þegar við familían héldum þangað í júnílok. Það var almennileg hátíð og góð stemming.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 11:19
Heimsklassinn
Ég er búinn að kaupa mér kort í World Class og hlýt þar með að vera ofboðslega hipp og kúl. Þangað var haldið í gær. Ég er í engu formi núna og lyfti varla léttustu þyngdum í tækjum, á ekki að fara á hlaupabretti en get verið á svona kellingarlegum upphitunartækjum. Þetta skal allt breytast á næstu vikum. Í dag verður haldið aftur í ræktina og tekið hraustlega á því.
Markmið: Um jólin verð ég tvífari David Hasselhoff.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)