11.6.2007 | 09:29
Framkvæmdir fyrir höndum
Jæja, það er ljóst að það verður nóg að gera hér á Kaplaskjólsveginum næstu vikurnar. Ég stefni á að selja íbúðina fyrir haustið og ekki seinna vænna en að koma íbúðinni í söluhæft stand. Til þess þarf ég að
Laga gluggann sem lekur hjá Val og mála herbergið
Setja upp hurðina fyrir örbylgjuofnshólfið í eldhúsinu
Klára sökkulinn við uppþvottavélina
Mála nokkra glugga
Þetta er svona það sem kemur fyrst í hugann. Alveg sé ég fyrir mér að kallað verður á Björn Ólafsson, verðandi málarasvein, í mat á næstunni auk þess sem tengdapabbi verður notaður út í ystu æsar. (sjálfur er ég handónýtur til allra svona verka, ég játa það fúslega)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.