Hæhójibbíjey

17. júní er í dag. Það verður væntanlega lítill hátíðisdagur á mínu heimili, kúturinn minn er ekkert að hrista af sér þessa flensu og búinn að vera með 40 stiga hita í 3 daga. Það verður því ekkert bæjarráp á honum. Hann fær samt smá 17. júní fíling því móðir hans keypti risastóra blöðru af Bubba Byggi í dag. Lítill maður var ekki ósáttur við það.
Til að auka á þjóðhátíðareymd Vals þá er pabbi hans á næturvöktum og þarf því að sofa stóran part af þjóðhátíðardeginum og mamma hans á kvöldvakt. Þetta er aumt hlutskipti fyrir strákinn.

Í gær hélt fólk áfram að streyma inn á Kaplaskjólsveginn. Varð þar umferðaröngþveiti mikið enda hefur bróðir minn ekki verið að standa sig í því að stýra umferð um götuna. Önnur heimsóknin var 5 manna sendinefnd, þ.e. par sem var að koma í annað sinn og tók feður og önnur skyldmenni með. Það er góðs viti. Kannski losna ég við hreysið í vikunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband