Vaktatörn að ljúka

Síðasta næturvaktin í þessari törn í gangi og svo tvær vikur í frí. Eins gott og það er nú að fá aukapeninginn fyrir sumarvinnuna þá er ljúfara að vera í fríi. Við Sunna og Valur erum að velta því fyrir okkur að skella okkur á vestfjarðavíking eftir rúma viku. Krúsa um vestfirðina, skoða kraftakalla og skemmta okkur hið besta. Ég mun þá vitanlega þykjast vera voða mikill Vestfirðingur og dásama þessi skítapleis þar sem forfeður mínir lifðu og hrærðust.

Framarar unnu sinn fyrsta leik í Landsbankadeildinni í kvöld. Því ber að fagna því sem verðandi Grafarholtsbúi er ég að magna upp í mér Framarann. Framarar eru reyndar með ömurlegt lið í sumar og ekki rétt að fagna of mikið þótt einn sigur náist í hús. Það mun þó sennilega bjarga Frömurum hvað kr-ingar eru mikið s****lið, og jafnvel þótt kr nái sér á strik þá er hk alveg hrikalega lélegt líka og gæti vel tekið fallsætið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband