19.6.2007 | 03:03
Áfengislaust í Chania
Krítverska fréttablaðið Zorba greinir frá því á forsíðu í dag að áfengissala í hafnarborginni Chania hafi verið með mesta móti fyrri part Júnímánaðar. Talið er að ein hjón frá fjarlægu landi séu að mestu ábyrg fyrir þessari miklu sölu. Að sögn lögreglu var þetta ákveðna par áberandi fyrir mikla drykkju og óspekktir í miðbæ borgarinnar að næturlagi, m.a. hafi það ítrekað ásakað barþjóna um að snuða sig um alkóhólið í drykkina. Lögreglustjóri borgarinnar segir sjaldgæft að ferðamenn hagi sér svona og flestir gestir borgarinnar séu hæglætisfólk. Hann muni þó eftir tveimur svipuðum tilfellum fyrir nokkrum árum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.