Boltablogg

Fór með karl föður mínum á völlinn í kvöld. Leiknir átti heimaleik við Fjarðabyggð sem hefur byrjað tímabilið mjög ólíkt okkur. Ekki breyttust hlutskipti liðana neitt í kvöld, Fjarðabyggð vann, við töpuðum. Þar með höfum við tapað 5 af fyrstu 7 leikjum tímabilsins. Ef Víkingur Ólafsvík væri ekki svona skelfilegt lið þá værum við í fallsætinu.

Þetta tap í dag var hins vegar ólíkt hinum 3 sem ég hef horft upp á þetta sumarið sanngjarnt. Við vorum lélegir, latir og að vanda gerðum við afdrifarík varnarmistök sem kostuðu mark. Þessi leikur var líka með eindæmum leiðinlegur. Það eru lið eins og Fjarðabyggð sem gera marka fráhverfa íslenskum fótbolta. Ógeðslegt varnarlið sem spilar tuddabolta dauðans. Þetta heitir á fínu máli árangursríkur fótbolti. Á köflum líktist spil þeirra einna helst bróður mínum í innanhúsbolta!!!

Vandamál Leiknis þetta sumarið er endalaus klaufamistök í vörninni, óheppnir senterar og umfram allt sár skortur á miðjumanni sem getur stjórnað leiknum og skapað eitthvað. Þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart, misstum 5 lykilmenn úr liðinu frá því í fyrra og fengum aðeins einn nothæfan í staðinn.

Af hverju er ég að skrifa þetta? það nennir ekki nokkur lesandi að lesa heilt blogg um 1. deildarfótbolta.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband