2 íbúðir

Núna á ég 2 íbúðir, eina í hvorum enda bæjarins.  Það væri samt ágætt ef ég myndi losna við aðra innan fárra vikna.  Mér þykir ekkert gaman að skrifa undir kaupsamninga, sérstaklega er leiðinlegt að borga 2,1 milljón.  Bankareikningurinn er í sárum sem stendurCrying

Í dag nýtti fjölskyldan á Kapló góða veðrið, sleikti sólina og keypti í leiðinni ís til að sleikja. Valur var ánægður með ísinn og vildi alls enga hjálp, einkum ekki þegar foreldrar hans reyndu að draga úr mesta subbuskapnum. Valur vildi líka finna kisu og voffa og því var leitað um allt kerfi að slíkum skepnum. Svo vildi Valur kaupa kisu og voffa. Kannski maður fjárfesti í slíku, ég veit að móðir mín yrði sérlega ánægð ef ég næði mér í hund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha ha - sé þig í anda með  hund í bandi og skítapoka í hendi -  annars eru hundar skárri skepnur en kettir - svo fremi það séu alvöruhundar en ekki hárlaus kvikindi eða svokallaðir kjölturakkar.

SAN (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband