DV tapar sér í ruglinu

Á baksíðu DV er heljarstór frétt um hið ógurlega og skelfilega athæfi ölgerðar Egils Skallagrímssonar að styrkja nýnemapartý nemenda við Háskólann í Reykjavík. Keyrir svo endanlega um þverbak þar sem birt er viðtal við kall hjá lýðheilsustöð sem talar um þetta sem glæp og lögreglumál.

Á hvaða lyfjum eru þessir menn? Augljóslega er þarna blaðamaður sem ekki hefur getað klárað stúdentsprófið sitt og því aldrei kynnst skemmtanalífi háskólanema sem árum saman hefur gengið út á að fyrirtæki gefi háskólanemum bjór.

Og hvað í andskotanum getur verið slæmt við þetta? Nemendur fá ókeypis bjór, þeir sáttir. Fyrirtækið fær ódýra auglýsingu, þeir sáttir. Bjór var síðast þegar ég athugaði lögleg neysluvara á Íslandi þannig að ekki skil ég glæpinn í sem í þessu er fólginn. Vitaskuld getur einhver unglingur slæðst með í partýið en er ekki full mikil vitleysa að tala um glæpastarfsemi af því að hugsanlega, mögulega, kannski fær einn krakki undir aldri sér bjór?

Áfengisfasismi er versti fasisminn af þeim öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég geri ráð fyrir, að á DV dansi limirnir eftir höfðinu eins og víða tíðkast. En með tilliti til DV-höfuðsins er ekki við miklu að búast af limunum þar á bæ. Þannig er nú það.

Jóhannes Ragnarsson, 14.8.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband