Bakið hélt

Þar sem bak mitt hefur verið með skárra móti undanfarna daga var ekki úr vegi að láta reyna á það ogg skella sér í fótbolta. Og það hélt furðuvel, dálítið stirður og viðkvæmur í byrjun en svo skánaði þetta allt. Úthald kallsins var hins vegar með versta móti og ljóst að á morgun verður haldið í ræktina og bætt úr því. Nú skulu kíló fjúka, þol batna og fegurð mín magnast í réttu hlutfalli við það þó varla sé nú á hana bætandi.

Í fréttum er annars helst að ég er búinn, hættur og farinn af útvarpinu. Þykir ólíklegt að ég snúi þangað aftur næsta sumar, allavega ekki á næturvaktir. Kannski ef maður kæmist í íþróttirnar eða eitthvað annað skemmtilegt myndi maður íhuga það.

Í vinnunni í dag ræddi ég samsæriskenningar við vel valda aðila. Ljóst er að mörgum spurningum er ósvarað um skyndilegt brotthvarf Sölva Sveinssonar úr starfi skólastjóra um mitt sumar. Held að skólanefnd þurfi að koma fram og útskýra þetta mál betur og segja sannleikann um þetta mál.  Það er held ég ekki gott fyrir nýjan skólastjóra að hafa einhverjar sögusagnir flögrandi um húsið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband