4 dagar

Eftir fjóra daga fæ ég að öllum líkindum Aygoinn minn í hendurnar. BKE66 er víst númerið en Sunnu finnst það hljóma eins og kaffi. Ég hlakka til að fá nýja bílinn enda bölvað að vera á einum bíl. Þess má einmitt í framhjáhlaupi geta að Fordinn er með bilaðan aftari súrefnis-eitthvað-eitthvað (Sunna fór með hann á verkstæði) en það er víst með öllu óþarfur hlutur í bílnum og því er hann ökuhæfur. Nýr súrefnis.....  kemur svo ekki fyrr en í lok september.

Um helgina var tilboð frá Toyota, 5 alþrif á hvern seldan bíl og þeir borga rafmagnsreikninginn fram að áramótum. Vitaskuld var ég mættur og heimtaði slíkan pakka svona fyrst ég var að kaupa Toyota á annað borð. Alþrifin eru að mínu mati aðalatriðið enda hata ég að þvo bíla.

En sumsé, nú styttist í Aygodaga á Kapló, það verður reyndar stutt tímabil enda styttist í flutninga. Við erum meira að segja byrjuð að pakka. Eða öllu heldur, Sunna er byrjuð að pakka. Sjáum fram á að halda afmælið hans Vals í hálf tómri íbúð í septemberlok ef frúin heldur áfram af sama krafti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband