6.9.2007 | 21:03
vonbrigði
Mikið afskaplega var ég glaður er ég las póstinn minn í dag og sá að þar var tölvupóstur frá John Barnes. Gamla hetjan, töframaðurinn á vinstri kantinum hjá Liverpool, hafði séð ástæðu til að senda mér, litlum óþekktum og hálfsköllóttum Íslending tölvupóst. Hvílík hoppandi hamingja og gleði. Efni bréfsins var þó ekki eins og við var að búast enda var herra Barnes að bjóða aðgerðir til að auka karlmennsku með einum og öðrum hætti og bauðst til að stækka getnaðarlim minn um fjölmargar prósentur.
Mér þykir leitt hvernig komið er fyrir John Barnes í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.