19.9.2007 | 15:25
6. sætið
Leiknismenn náðu í gær að leggja Stjörnumenn að velli 2-1 á Ghetto ground og vitanlega vorum ég þar staddur með karli föður mínum og einnig ungri snót sem tók vel við mútum og gólaði áfram Leiknir allan leikinn af fullum krafti gegn því að fá pizzasneið og skittles í hálfleik. Þetta er greinilega happa og ljóst að hér með er Agnes frænka mín orðin að lukkudýri sem ég tek með á alla heimaleiki. Hún hafði einnig margt að segja um framgöngu dómarans eftir leik en það er ekki prenthæft.
En það var ekki bara að Leiknir næði sér í þrjú stig, ég náði mér í flensu og ligg nú heima þreyttur, slappur og tussulegur. Harkaði reyndar af mér í vinnunni í morgun en hefði kannski betur sleppt því. Vonandi er þetta þó bara eins dags flensa eða svo. Þetta er alveg glatað.
Syni mínum var hrósað fyrir hárgreiðslu sína á leikskólanum í morgun. Ekki eyddi karl faðir hans þó löngum tíma í hana og er allri ábyrgð vísað á föðurömmu drengsins sem dreift hefur frá sér þeim genum að hár karlkyns afkomanda hennar vísar iðulega í allar áttir þegar þeir vakna. Svo er Valur með lubba núna, það hjálpar ekki til.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.