1.10.2007 | 09:54
Veikindi og pólitík
Valur tók upp á því að veikjast um helgina, greip einhverja flensu á laugardaginn og hefur ekki enn losað sig við hana. Því sitjum við feðgar hér heima og horfum á sjónvarpið saman. Valur er eitthvað lítill í sér, vill ekkert borða og vill helst að pabbi sitji hjá sér og horfi á fiskana. Hann hristir þetta vonandi af sér í dag, þol mitt gagnvart fisknum nemó er nefnilega farið að minnka.
Um 70% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjustu skoðanakönnun. Það er eflaust stjórnarflokkunum mikið gleðiefni enda styttist nú óðum í þingkosningar, ekki nema rétt rúmlega 3 og hálft ár þangað til.
Stjórnin hefur ákveðið að flytja sveitarómaga landsbyggðarinnar til borgarinnar með því að bjóða atvinnulausum flutningsstyrk. Þetta er vonandi fyrsta skrefið í því að leggja niður landsbyggðina og hina alræmdu byggðastefnu enda lítil þörf á henni þegar hyskið er allt komið í bæinn.
Í dag ætla ég að reyna að pakka einhverju drasli í kassa, leysa verkefni fyrir háskólann og hafa samband við einhverja parketslípara. Ofan á þetta þarf að huga að litla kúti. Nóg að gera.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.