skondið

Valur hefur nú tekið upp á því að vappa fram úr rúmi sínu þegar hann á að fara að sofa. Drengurinn er fyllilega meðvitaður um að þetta má ekki og vappar iðulega til baka án mótmæla þegar foreldrar hans vísa honum aftur í bólið. Í gær endaði þetta með því að hann gafst upp, fór upp í ból og lúllaði þar alla nóttina.

Í kvöld varð þróun mála á örlítið annan hátt. Ferlið hófst á því sama, vappað var fram úr reglulega og reynt að fá foreldrana til að leika. Að lokum fór drengurinn þó inn í herbergi og sofnaði. Karl faðir hans ákvað um klukkustund síðar að líta til með drengnum og til mikillar furðu tók hann eftir því að enginn drengur var í rúminu. Á gólfinu við hliðina hafði Valur hins vegar komið sér haganlega fyrir með bæði kodda og sæng. Virtist honum ekki verða meint af þessu, hann hraut fallega líkt og faðir hans á víst til að gera.

ps. Rétt er að taka fram að hér er fjallað um son minn Val Ólason en ekki vinnufélaga minn Val Gunnarsson. Um svefnvenjur hans veit ég ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband