Smith fallinn frá

Sá (ágæti) maður Ian Smith, fyrrum forseti Rhódesíu er fallin frá. Það er ekki mikil sorgarfregn fyrir íbúa Simbabve enda fór hann ekkert voðalega vel með þegna sína. Sjálfur var hann rasisti sem kúgaði svartan meirihluta þjóðarinnar í valdatíð sinni. Smith má þó eiga það að kjör landsmanna, líka þeirra svörtu, voru miklum mun betri í stjórnartíð hans en þau eru nú enda hefur Robert Mugabe gersamlega tekist að rústa öllum innviðum samfélagsins með heimsku og spillingu.

Ég vil að Simbabve taki aftur upp nafnið Rhódesía og höfuðborgin verði aftur kölluð Salisbury. Umfram allt vil ég þó að krikketmenning þjóðarinnar rísi aftur upp en hún hefur verið á miklu undanhaldi síðustu árin og árangur landsliðsins skelfilegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband