byttublogg

Það er bara eitthvað súrrealískt við það að sitja heima hjá sér um klukkan 23:00, sauðdrukkinn við tölvuna.

En í kvöld var sumsé jólafögnuður VÍ kennara. Það var hið fínasta partý, spjallaði við marga og hafði það gott. Fórum að lokum í bæinn þar sem nemendur báru í okkur áfengi. Eftir nokkra drykki fóru þeir nemendur að veiða upp úr mér upplýsingar. Ég held ég hafi varist fimlega en miðað við ástand mitt er alls ekki víst að það hafi tekist.

Maður kvöldsins: Úff, margir tilkallaðir. Valur Gunnarsson, sem ég úthúðaði sem kerlingu í brjóstahaldarastærð 34 B um daginn reyndist nýtur í drykkjunni og gerir tilkall til titilsins en hann var einn af 5 sem fóru með mér í bæinn. Benedikt efnafræðingur einhversson gerir líka tilkall fyrir að fara heim snemma, EN kom aftur tvíefldur. En sennilega er aðalmanneskja kvöldsins Hafdís Björk Jónsdóttir Sirrýardóttir sem skutlaði mér heim að lokum og sparaði mér fúlgur fjár í bílakostnað. Það er eflaust skugalega dýrt að taka taxa heim í Grafarholtið en á það hef ég ekki látið reyna enn þá. 

En hvað helvítis kjaftæði er þetta. Maður kvöldsins er klárlega Valur Ólason sem svaf vært á sínu græna eyra þegar ég kom heim, sorrý þið hin þið eigið bara ekki séns. Hann er langflottastur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband