29.12.2007 | 00:12
andlitsbókin og sitt hvað fleira
Þá hef ég náð að safna á þriðja tug vina á facebook. Það er nauðsynlegt að hækka þessa tölu svo að ég líti ekki illa út. Allt í vinnslu.
Af bandarískum íþróttum er það helst að frétta að Andrew Bynum er maðurinn í borg englanna. Það vantar ekki mikið í viðbót til að Lakers geti barist um titla ef þessi maður heldur áfram að bæta sig. 20 ára og orðinn skrímsli, djöfull er ég sáttur. Úr heimi NFL er að frétta að mínir menn í 49'ers eru ömurlegir, ó já og þar eru fá jákvæð merki til að auka manni bjartsýni.
Fólk er þessa dagana að kjósa mann ársins á rás 2. Í guðanna bænum ekki kjósa fólk sem hefur það sér helst til ágætis að vera veikt af hinum og þessum sjúkdómum og bloggar um það. Ég hef samúð meö öllum slíkum en komm on, maður er ekki maður ársins fyrir það að díla við eigin veikindi.
Ef keypt er sjónvarp í BT fær maður fjölskyldupakka af flugeldum með. Ég var víst fyrir löngu búinn að lofa Sunnu flatskjá í svefnherbergið, best að rumpa því af fyrir áramót.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.