7.1.2008 | 19:54
Um Gettu betur
Jæja, fyrsta keppni Gettu betur stendur nú yfir í útvarpinu. Ég get ekki annað en spurt: Hvaða endemis erkifífl fékk þá hugmynd að hafa bjölluspurningar í útvarpi? Þetta gerir ekkert annað en að búa til óhemjuleiðinlegar aftökur þar sem smálið eru hökkuð í spað af þrautæfðum höfuðborgarliðum. Ég mótmæli allur!!!
Athugasemdir
Mér fannst reyndar soldið skondið að dómarinn skildi ekki af hverju keppendurnir vissu ekki ættarnafn Ewing-fjölskyldunnar í Dallas og sagði eitthvað á þá leið að þeir væru líklega búnir að gleyma því...menn gera sér ekki alltaf grein fyrir því hvað tíminn líður hratt; ef keppendurnir voru fæddir þegar Dallas var sýnt, þá voru þeir líklegast bara að borða sand í leikskóla...
Eva (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.