Turks og Caicos

Á laugardaginn hitti ég í fyrsta skipti mann sem búsettur er á þeim merka stað Turks og Caicos í Karíbahafi, það þótti mér fróðlegt. Hann er reyndar Kanadamaður blessaður en lætur fara vel um sig í sólinni þarna suðurfrá. Af forvitni spurði ég hann hvað hann væri að bralla þarna og fékk þau svör að hann synti í sjónum, spilaði golf og léti fara vel um sig. Í kjölfarið spurði ég hann hvað hann gerði sér til lífsviðurværis. Kom þá í ljós að hann gerir fátt annað en synda í sjónum og spila golf. Þetta kallast hið ljúfa líf.

Á mánudaginn fer ég til Póllands í annað sinn á ævinni. Það eru ekki mörg lönd sem ég hef heimsótt oftar en það. Í ferðinni mun ég einnig heimsækja þriðju fangabúðir/útrýmingarbúðir nasista en að þessu sinni er það Auschwitz. Áður hef ég heimsótt Sachsenhausen og Stutthof, áhugaverðir staðir báðir tveir.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband