5.11.2007 | 22:55
Allur lurkum laminn
Ekki var frammistaða Njallans beisin í boltanum í kvöld. Flestir líkamspartar í ólagi og því var ekki mikið tekið á því. Svo slappur var kallinn að jafnvel gamla bróðurhræið var sprækara. Það er ekki fallegt afspurnar enda er sá hátt kominn á fertugsaldur.
Í gær var play-date hér í Baugnum, Sebastían, eða Battan eins og Valur kallar hann, kom í heimsókn. Þeir félagarnir náðu heldur betur vel saman þar sem þeir sulluðu í pollum úti á palli. Líkt og venjulega þurfti Valur reglulega að kalla á pabba sinn og í kjölfarið ákvað Battan að taka upp á því sama, ég var því tveggja barna faðir í um 2 klukkustundir í gær. Jamm, þetta er nú meira kellingarbloggið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 21:54
skondið
Valur hefur nú tekið upp á því að vappa fram úr rúmi sínu þegar hann á að fara að sofa. Drengurinn er fyllilega meðvitaður um að þetta má ekki og vappar iðulega til baka án mótmæla þegar foreldrar hans vísa honum aftur í bólið. Í gær endaði þetta með því að hann gafst upp, fór upp í ból og lúllaði þar alla nóttina.
Í kvöld varð þróun mála á örlítið annan hátt. Ferlið hófst á því sama, vappað var fram úr reglulega og reynt að fá foreldrana til að leika. Að lokum fór drengurinn þó inn í herbergi og sofnaði. Karl faðir hans ákvað um klukkustund síðar að líta til með drengnum og til mikillar furðu tók hann eftir því að enginn drengur var í rúminu. Á gólfinu við hliðina hafði Valur hins vegar komið sér haganlega fyrir með bæði kodda og sæng. Virtist honum ekki verða meint af þessu, hann hraut fallega líkt og faðir hans á víst til að gera.
ps. Rétt er að taka fram að hér er fjallað um son minn Val Ólason en ekki vinnufélaga minn Val Gunnarsson. Um svefnvenjur hans veit ég ekkert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 19:56
Tíu litlir negrastrákar
Guð minn góður hvað fólk getur orðið vænisjúkt út af einni bók. Það er nákvæmlega engan rasisma að finna í bókinni Tíu litlir negrastrákar en bókin er hins vegar stórskemmtileg aflestrar. Misviturt fólk hefur hins vegar síðustu daga hlaupið upp til handa og fóta og vælt yfir því að bókin ýti undir kynþáttafordóma. Hvergi hefur þó nokkur þessara einstaklinga fært rök fyrir því hvað er rasískt við bókina.
Einhver nefndi reyndar andúð sína á orðinu negri. Ekki get ég séð að þau séu haldbær, þetta er einfaldlega orð sem vísar til litarháttar en inniheldur ekkert gildismat á þeim kynþætti sem það vísar til. Ef orð á borð við niggari og surtur væru notuð í bókinni myndi málið þó vissulega horfa öðruvísi við.
Ef texti bókarinnar kvæðisins er skoðaður þá get ég ekki séð að neitt misjafnt sé þar á ferð, kannski finnst einhverjum það voðalega rasískt að einn hafi borðað yfir sig af kexi og annar sprungið á limminu - ég get þó ekki tekið undir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.10.2007 | 21:51
Nokkrum kössum færra
Í dag var haldið áfram að stússast. Barði saman nokkrar grindur undir föt og tæmdi nokkra kassa auk þess að sinna almennum heimilisstörfum og leika við Val jafnt úti sem inni. Þetta er allt að skána og verður bráðum þolanlegt hér í sveitinni.
Þann 14. nóvember á ég bókaðan tíma í heilsufarsmælingu, það er eitthvað dæmi hjá Verzló að bjóða upp á það núna. Þá fæ ég að vita hversu feitur ég er o.s.frv. Veit svo sem svarið fyrirfram, ég er of feitur og þyrfti að hreyfa mig meira. Við því verður brugðist þegar um hægist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 23:24
Bloggað úr Kjósarsýslu
Af mér: Jahá, ég er fluttur upp í sveit. Maríubaugur 123, góðan daginn, hér kem ég. Vetrarfríið í vinnunni fór allt í flutninga og tilfallandi leiðindi en þetta er komið. Hér sit ég í Grafarholtinu og blogga innan um kassa sem ég á eftir að tína upp úr. Það verður nú einhver bið á því að hér verði allt komið í samt lag, því er nú verr og miður. Afleiðingar af þessu öllu eru að bakið á mér er gersamlega ónýtt. Ég neyðist til að fara í ræktina að gera æfingar. Sennilega væri sniðugt að hvíla sig um stund á fótbolta en kommon, allt hefur sín takmörk.
Af öðrum fjölskyldumeðlimum: Sunna hefur nú loksins fengið sjónvarp í svefnherbergið og getur nú sofnað út frá Leiðarljósi eða ámóta efni. Miklu fargi er af henni létt. Valur er búinn að fá stórt og gott herbergi í staðinn fyrir gömlu holuna. Hann er líka búinn að fá alvöru rúm í stað rimlarúms. Hann fagnaði því með því að detta út úr því fyrsta daginn, reka hausinn í ofninn á leiðinni og fá marblett á ennið. En hann er sterkur strákur og harkar þetta af sér. Nöldurseggjum skal bent á að það hefði ekkert þýtt að hafa dýnu á gólfinu, ég hefði þurft að klæða ofninn með svampi til að koma í veg fyrir þetta.
Af fótbolta: Liverpool vann Everton. Fagna því allir góðir menn. Menn tala um dómaraskandal, það er bull og vitleysa. Ég lesandi góður hef dómarapróf, þú ekki og því hef ég rétt fyrir mér. (reyndar horfði ég ekki á leikinn en það er aukaatriði). Leiknir er ennþá þjálfaralaus og veldur það mér nokkrum áhyggjum. Ég vil sjá nokkrar tilkynningar á næstu dögum: 1) Garðar G. Ásgeirsson verði ráðinn þjálfari. 2) Pétur Svansson, kantmaðurinn knái, snúi heim. 3) Jeton Gorgaj geri slíkt hið sama.
Nóg í bili. Meira verður bloggað næstu daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 15:39
Málningin búin
32 lítrar af málningu og rúmlega það komið á veggi Maríubaugsins þar sem ég var sveittur alla helgina að mála og djöflast. Maður helgarinnar er þó klárlega öðlingurinn Björn Ólafsson sem málaði eins og hann ætti lifið að leysa. EKKI maður helgarinnar er fautinn sem stakk af til Þýskalands í stað þess að mála yfir rauða ógeðslitinn sem hann hafði klínt á svefnherbergið mitt.
En málningin er sumsé yfirstaðinn og bara eftir að taka til. Í kjölfarið verður svo hægt að hefja flutninga af fullum krafti. Stefnan er sett á að ljúka þeim af um næstu helgi. Þá verð ég formlega orðinn úthverfapakk á nýjan leik.
Tollefssen vildi ekki eyða sælusumri í Breiðholtinu og hélt í það glataða félag Víking. Dálítið svektur, játa það. Vonast innilega til að þeir komist ekki upp næsta sumar en trú mín á Tollefssen er það mikil að ég held þeir geri það. En hvað ætlar Leiknir að gera? Ég vonast eftir Óla Þórðar.
En nú þarf víst að sækja Val í leikskólann. Kannski við kíkjum í Bauginn og prófum sandkassann á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 09:21
Úff, hjálp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 05:04
Einu ári eldri og elli kerling farin að segja til sín
Já, lesandi góður þú sérð rétt, þessi færsla er skrifuð klukkan fimm að nóttu til. Búinn að liggja andvaka í lengri tíma og fór bara fram úr. Frá því á föstudag hef ég steinlegið með 39-40° hita, hálsbólgu, endalausan hausverk, nefrennsli, svitaköst og kuldaköst á víxl. Þetta er með eindæmum dapurt fjölskylduhald hér á Kapló, Valur nýstiginn upp úr lungnabólgunni þegar húsbóndinn leggst í bólið. Ég tengi þetta vitaskuld þeirri staðreynd að ég er orðinn 27 ára gamall og einungis 40 ár í eftirlaunin. Heilsan er strax á niðurleið. Þessu til viðbótar er Sunna farinn að kenna sér krankleika og ekki loku fyrir það skotið að við eyðum deginum saman hér heima í stofu, sæl er sameiginleg eymd.
Liverpool er alveg að klúðra sínum málum, plan mitt um að sjá liðið tryggja sér titilinn á Anfield þann 3. maí er nú í lausu lofti, ætli við tryggjum okkur ekki bara sæti í Uefa cup í staðinn. Reyndar var liðsval Benitez furðu heilbrigt þessa helgina, einungis John Arne Riise sem hefði ekki átt að vera þarna, ég hefði byrjað með Babel. Ennnn, verum bjartsýn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)