Færsluflokkur: Bloggar
11.8.2007 | 04:13
Sumarfríið senn á enda
Það er til marks um að sumarfríið sé á enda þegar enski boltinn byrjar að rúlla, Í DAG! Valur byrjar aftur á leikskólanum á mánudag, Sunna mætir þá aftur til vinnu og á þriðjudag lýkur sumarvinnunni hjá mér. Þá tekur við vika þar sem ég vinn eins og drusla í viku við að undirbúa tvo nýja kúrsa og læra á office 2007 í leiðinni og svo er bara skólasetning, vesen og vinna. Jæja, það er svo sem ágætt. Ég er búinn að fá hundleið á sumrinu og alveg tilbúin í kennslu á nýjan leik. 32 tímar á viku eru kannski í mesta lagi en eitthvað verður maður að gera til að eiga fyrir salati í grautinn.
Næsta helgi ætti þó að geta orðið nokkuð sniðug en þá heldur litla kapló familían í reisu til Stykkishólms að passa hús tengdó á Dönskum dögum. Danskir dagar eru ágætir, mikið um að vera og iðulega margt um manninn. Sveitabragurinn á þessum landsbyggðarlýð kemur þó vel í ljós á hátíðinni þar sem uppboð Lionsmanna er iðulega vinsælasti viðburðurinn. Það er viðurstiggilega leiðinleg uppákoma (já, ég fórnaði einu y í þessari setningu vísvitandi).
Leiknir tapaði gegn Fjölni í gærkvöld. Liðið er alveg skelfilega andlaust og lélegt um þessar mundir. Svo slæmt er ástandið að það myndi bæta liðið að skella mér í byrjunarliðið. Ég gæti tekið að mér að standa á miðjunni og vaða í tæklingar en það virðist enginn geta í þessu liði. Það þarf að gera eitthvað róttækt í þessu fyrir næsta tímabil. Grundvallarkrafan er Pétur Svans heim og 2-3 góða útlendinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2007 | 00:28
Leikur í kvöld
Leiknir á heimaleik gegn Fjölni í kvöld. Ég ætla að vera bjartsýnn og spá 2-1 sigri minna manna (ekki séns að þeir haldi hreinu). Ef það gengur ekki eftir þá ætla ég að vera skíthræddur við fall það sem eftir lifir sumars.
Kaupsamningur var undirritaður fyrir Kaplaskjólsveginn í gær og ég á því einhverja aura núna, þeir verða þó enn meiri í næstu viku þegar skuldabréfadótið allt verður yfirstaðið. Verst að þessir peningar fara beinustu leið út af reikningnum mínum aftur:(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2007 | 10:16
Vaktin að hefjast
Jæja, síðasta næturvaktatörnin hefst í kvöld. Ég verð kátur maður þriðjudaginn eftir viku þegar þessu verður lokið. Þá tekur við vika í undirbúning fyrir kennslu og svo hefst ballið. Það verður ágætt að fara aftur að kenna að þessu sinni með nýjan yfirmann eftir skyndilegar hrókeringar í Marmarahöllinni í sumar.
Í haust kenni ég tvo nýja áfanga auk þess sem tölvuáfangarnir kalla á heilmikla vinnu vegna office2007. Það verður því nóg að gera. Að auki ætla ég að taka einn áfanga í háskólanum.
Af Kaplaskjólsveginum er það helst að frétta að við feðgar ætlum að ljúka við að horfa á Samma brunavörð og skella okkur svo út á róló.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2007 | 20:55
Launaleyndin og stuttbuxnastrákarnir
Ekki brást það í ár fremur en endranær að allir fjölmiðlar landsins kepptust við að taka viðtöl við leiðtoga fámenns hóps mótmælenda sem er illa við birtingu gagna um skattgreiðslur fólks. Af umfjöllum fjölmiðla á ári hverju mætti halda að þarna væri gríðarlega stór þrýstihópur á ferðinni, staðreyndin er þó sú að þarna eru iðulega um 10 manns. Oft hef ég tekið þátt í mun fjölmennari mótmælum gegn ýmsum hlutum sem eru mun mikilvægari en upphæðir á blaði, oftast nær stríði og ámóta djöfulgangi. Slík mótmæli hafa iðulega fengið mun minni (og jafnvel næstum enga) umfjöllun í fjölmiðlun. Mér finnst þetta sýna ágætlega siðferðiskennd íslensku þjóðarinnar, peningar ofar öllu.
En birting opinberra gjalda einstaklinga er hið besta mál. Þetta er sjálfsagður hlutur að mínu mati. Þarna getur fólk komið og athugað hvað fólk í sambærilegum störfum hefur í tekjur, það er mjög mikilvægt á tímum launaleyndar, einkum fyrir konur enda sýna dæmin að þær bera oft skarðan hlut frá borði í voru frjálsa og yndislega kapítalíska samfélagi. Í annan stað má nefna að þarna geta borgararnir fylgst með náunganum ef þeir gruna hann um eitthvað misjafnt og tilkynnt það. Þessu hafa ýmsir viljað tengja Stasi njósnum á tímum Austur Þýskalands. Slíkt tal er gróf vanvirðing við það fólk sem varð fyrir barðinu á Stasi. Svo fáránleg er samlíkingin að hún er ekki svaraverð.
Um skattgreiðslur mínar mega allir vita. Þær voru samkvæmt álagningarseðlinum góða, 1.443.275 krónur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 19:58
Verslunarmannahelgin nálgast...
... og mér gæti ekki staðið meira á sama. Ég og mín fjölskylda verðum heima að þessu sinni enda búin að ferðast nóg á þessu sumri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 23:06
Hið besta mál
Vegtollur tekinn upp í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.8.2007 | 22:58
Kominn heim
Eftir vikusælu í ríki Karls XVI Gústavs. Var nokkuð menningarlegur og afslappaður í bland. Skoðaði dómkirkju Uppsala, botaniska garðinn í sömu borg og hið skemmtilega Akademiska sjúkrahús. Í Stokkhólmi var kíkt á helstu staði svo sem þing og konungshöll og rúntað um alla borg.
Vitaskuld hagar maður sér eins og Svíi í Svíþjóð enda ók ég um á volvo og ávallt með snusið við höndina. Einhvern daginn mun ég kaupa mér Volvo á nýjan leik.
Og talandi um snus. Enn og aftur fordæmi ég afturkreistingslega forvarnarstefnu íslenska ríkisins í tóbaksmálum. Snus á að vera leyfilegt og sömuleiðis fínkornótt neftóbak. Sjálfsagður réttur manns að taka í vör og nef. Einkum fyrst ríkið leyfir mönnum að anda að sér sígarettureyk og spúa honum yfir aðra. Rök fyrir núverndi fyrirkomulagi eru engin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 03:20
Boltaleysi eða sky
Ekki mun ég skipta við 365 miðla í vetur það er deginum ljósara. Okur þeirra á neytendum er til háborinnar skammar og þá er ég að tala um fótboltaokur þeirra. Það kostar eitthvað um 7000 krónur á mánuði að hafa boltann og það þarf að borga allt árið þótt ekkert sé spilað fjórðung ársins í enska boltanum. 84000 krónur takk fyrir. Nei, ekki séns að ég borgi þetta.
Í stöðunni eru tveir kostir.
A) Treysta því að bróðir minn ljúfi og verðandi nágranni verði með fótboltann og hægt verði að troða sér reglulega í heimsókn þangað og á barinn til skiptis. (of dýrt að fara alltaf á barinn)
B) Kaupa Sky. Það kostar svona 50-70 þúsund að kaupa búnaðinn, einhvern pening að setja hann upp, eflaust ekkert afskaplega mikið og svo um 4000 krónur á mánuði. Og ekki skal gleyma að Sky sýnir krikket sem 365 miðlar hafa algerlega vanrækt.
Eins og staðan er núna hallast ég frekar að kosti A.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2007 | 19:37
Til mikilla bóta
Ég bind miklar vonir við þessa breytingu. Nú munu Verzlingar fara að mæta í strætó í skólann, þeir hafa hingað til mætt á einkabíl því þeir vissu ekki hvar þeir áttu að fara úr strætó.
Fyrsta strætóstöðin nefnd Verzló" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 04:17
Bubbles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)