4.6.2007 | 19:46
Velferð þjóðarinnar
Þá eru sæludagar sumarfrísins liðnir og við tekur sumarvinnan sem nú er á nýjum vinnustað. Ríkisútvarpið ofh sem reyndar er skuggalega keimlíkur þeirri stofnun sem ég hef starfað á síðastliðin sumur. Þar mun ég vaka yfir velferð þjóðarinnar að næturlagi og skýra frá gangi heimsmálanna og flugferðum á Keflavíkurflugvelli.
Mér sýnist á fjölmiðlaumræðu síðustu daga að ráðning Egils Helgasonar skyggi dálítið á mína ráðningu.
Athugasemdir
Mun Ari Edwald líka skrifa reiðileg bréf til þín?
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 4.6.2007 kl. 19:55
já, ég á von á því
Óli Njáll Ingólfsson, 5.6.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.