Kominn heim

Eftir vikusælu í ríki Karls XVI Gústavs. Var nokkuð menningarlegur og afslappaður í bland. Skoðaði dómkirkju Uppsala, botaniska garðinn í sömu borg og hið skemmtilega Akademiska sjúkrahús. Í Stokkhólmi var kíkt á helstu staði svo sem þing og konungshöll og rúntað um alla borg.

Vitaskuld hagar maður sér eins og Svíi í Svíþjóð enda ók ég um á volvo og ávallt með snusið við höndina. Einhvern daginn mun ég kaupa mér Volvo á nýjan leik.

Og talandi um snus. Enn og aftur fordæmi ég afturkreistingslega forvarnarstefnu íslenska ríkisins í tóbaksmálum. Snus á að vera leyfilegt og sömuleiðis fínkornótt neftóbak. Sjálfsagður réttur manns að taka í vör og nef. Einkum fyrst ríkið leyfir mönnum að anda að sér sígarettureyk og spúa honum yfir aðra. Rök fyrir núverndi fyrirkomulagi eru engin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband