1.8.2007 | 23:06
Hið besta mál
Þetta er vel til fundið hjá Svíunum og eftir að hafa keyrt um götur Stokkhólms síðustu dagana sá ég að full þörf er á að draga þar úr umferð. Þetta mætti gjarnan gera líka hér í Reykjavík. Taka t.a.m. gjald á helstu stofnleiðum þar sem traffíkin er mest, s.s. Miklabraut og Kringlumýrarbraut. En þá verður vitaskuld að bjóða upp á nothæfar almenningssamgöngur á móti.
Vegtollur tekinn upp í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er svona frábært við þetta? Hefur þú yfirhöfuð búið á þessum stöðum?
Ég hef búið bæði í Stokkhólmi sem og Oslo. Þetta er óþolandi fyrirkomulag og einungis til þess fallið að þeir sem eru betur stæðir í þjóðfélaginu geta nýtt sér þetta.
Sjálfur bjó ég rétt við hring 2 í Oslo. Það eru teknir mismundandi gjöld eftir hvaða hring þú ferð inn í bæinn og skift upp í 3 hringi því nær sem þú kemur miðbænum. Matvörubúðin sem var næst minu hverfi var innan hrings 2 sem þýddi að í hvert skifti sem maður þurfti að versla þá borgaði maður fyrir að fara igegn. Guð forði að maður þurfti að skreppa aftur eftir eitthverju sem hafði gleymst að kaupa. Sem og villast út úr hringnum áður en maður komst á þá götu sem maður var að leita af. Þá þarf að borga aftur. Sem túristi í byrjun dvalar í Oslo var ekki auðratað um götur bæjarinns og oftar en ekki villtist maður og þurfti að borga nokkrum sinnum ígegnum þessa sömu hringtolla á 30minuta ferð. Bara útaf því að maður var ókunnugur. Einnig voru nokkrir bæir sem maður varð að keyra ígegnum þegar þú skrappst útá land. Þar þurftir þú líka að borga fyrir að fara ígengum þá, jafnvel þó þú ættir ekki einu sinni erindi þangað! Þjóðvegurinn lá bara ígegnum þá og engir aðrir vegir.
Mér finnst þetta ömurlegt fyrirkomulag og ekki til eftirbreyttni hér á landi.
kristján (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 00:21
Ja, kæru íslendingar, gefið gaum að orðum Kristjáns. Langar ykkur til þess að þurfa að borga, í hvert skipti sem þið ólánist til þess að keyra framhjá einvherskonar gjaldtökustað ? Þetta endar með því að fólk fer að breiða yfir númerin, eða passa að hafa þau nógu skítug. Ég spái raunverulegri uppreisn, ef að það ætti að gera svona nokkuð, hér á landi.
Njörður Lárusson, 2.8.2007 kl. 00:31
Þú ert náttúrulega bara fréttameðvirkur, Óli Njáll, þú þarft að leita þér hjálpar, sem fyrst !!!
Njörður Lárusson, 2.8.2007 kl. 00:34
Strákar mínir, Það er nú einmitt inntakið i þessu að þetta sé óþægilegt fyrir þá sem eru á einkabíl. Markmiðið að fólk leggi einkabílnum og noti strætó (eða lest eða hvað sem er í boði) ekki að menn haldi áfram að keyra einkabílana sína í verra skapi en áður.
Óli Njáll Ingólfsson, 2.8.2007 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.