Nýjan bíl

Nú held ég að fífí góða sé loks að gefa upp öndina. Pústið er endanlega farið undan bílnum og drynur nú í honum líkt og öldruðum skriðdreka. Nokkuð ljóst má vera að bíllinn er ekki á vetur setjandi með ónýtan kaldræsibúnað (sem er eitthvað tölvudraslsmasl sem kostar skrilljón að laga) og pústlaus. Ýmislegt fleira svo sem farið að slappast í honum og þá er það erfiður skapgerðarbrestur í bílnum að vilja helst ekki hleypa manni inn í frosti. Sjálfur hafði ég vonast eftir nokkrum mánuðum með fífí til viðbótar en held bara að það gangi ekki. Sunna fagnar því ógurlega enda verður hún seint kallaður stærsti aðdáandi fífí.

En hvað á maður að kaupa í staðinn. Það er spurning og ljóst að ég þarf að fara skoða smábíla af ýmsum gerðum næstu vikurnar. Kröfurnar eru að bíllinn sé 5 dyra, sparneytinn, auðvelt sé að skella Val í aftursætið, bíllinn sé ódýr  og ... já það eru víst ekki fleiri kröfur. Ég er alveg til í að skrölta á bíl með 1000cc vél. (ég er svo umhverfisvænn, muhahaha). Það sem ég ætla að skoða er allavega Toyota Yaris og Aygo, VW Polo, Citroen C1. Já, ætli við byrjum ekki á þessu og sjáum svo til.

Ábendingar vel þegnar í kommentakerfi.

Vitaskuld væri draumurinn að fá sér góðan Volvo en af því verður ekki að þessu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi - er ekki Toyota Yaris eitthvað voðalega mikil dolla !  Ég meina er svoleiðis bíll nógu öruggur fyrir Val!  - Bendi á Hondu Jazz!

sn (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 16:42

2 identicon

Legg til að keyptur verði Volvo 86 mótel, a la Gummi Brjál!  þá loks ertu orðinn alvöru kennari!

BrynjarHelgi (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 18:08

3 Smámynd: Óli Njáll Ingólfsson

ég minni á skilyrðin sem ég taldi upp hérna áðan. Volvo 86 módel er ekki sparneytinn og ekki heldur 5 dyra (geri ráð fyrir að um sé að ræða 202 módelið)

En mikið væri nú gaman að fá sér góðan Volvo.

Óli Njáll Ingólfsson, 13.8.2007 kl. 20:59

4 identicon

Jú, ég hef einmitt heyrt líka að Yaris sé orðin algjört drasl og allt of hátt verðlagður miðað við hvað maður fær...

Eva (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 13:27

5 Smámynd: Óli Njáll Ingólfsson

Á morgun verður haldið í leiðangur og dollur reynslukeyrðar. ´Framhaldssagan um bílakaup Njallans heldur því áfram.

Þú last það fyrst hér!

Óli Njáll Ingólfsson, 14.8.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband