14.8.2007 | 03:03
Tvískipt vinnuvika
Í kvöld sá ég stundatöflu verðandi haustannar í skólanum og kættist karlinn nokkuð. Hún er góð og fá Þórður og Svava mínar bestu þakkir fyrir gott starf. Í stuttum dráttum er vinnuvikan tvískipt. Á mánudögum og þriðjudögum vinn ég 7-8 stundir og svipaða sögu er að segja af fimmtudögum og föstudögum. Á miðvikudögum eru hins vegar einungis 3 kennslustundir fyrir hádegi. Þetta er afar vel þegið enda gefst með þessu tími til að vinna mikið af undirbúningsvinnunni á miðvikudögum. Þannig að á sunnudögum get ég undirbúið kennslu fyrri hluta vikunnar og á miðvikudögum síðari hlutann. Flott mál og þetta leggst vel í mig.
En mikið afskaplega væri nú sniðugt ef ég væri byrjaður að undirbúa nýju áfangana mína að einhverju leyti, síðustu dagarnir áður en kennsla hefst verða ansi strembnir:(
Athugasemdir
Sæll gamli kennari,
Hverjir eru þessir nýju áfangar ?
Bjarni Ólafur (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 08:08
Það myndu vera LAN103 og FJÖ113
Óli Njáll Ingólfsson, 14.8.2007 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.