Draumur í dós...

.... eða öllu heldur Óli Njáll í dós. Prófaði Toyota Aygo áðan ásamt minni fögru sambýliskonu. Það er skemmtilega lítill bíll og kostar heldur ekki mikið, eyðir litlu sem engu og svo þarf aldrei að borga í stöðumæli. Já, ég er eiginlega bara á því að kaupa eitt stykki á næstu dögum.

Móðir mín mun nú eflaust dæsa og segja þetta blikkdollu hina verstu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk sem kaupir Fiat getur ekki gagnrýnt aðra í bílaviðskiptum

BrynjarHelgi (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 10:26

2 identicon

Huh!  Hlaupagikkurinn bróðir þinn ætti nú bara að minnast margra góðra ferðalaga á "Fiötum" í gegnum tíðina.  Hins vegar ætti hann líka að gæta að því að Fiatar fjölskyldunnar hafa verið á nafni föður ykkar !!

sn (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 18:02

3 Smámynd: Óli Njáll Ingólfsson

móðir mín ekki fyrr mætt til landsins en hún er farinn að segja mönnum til syndanna.

Óli Njáll Ingólfsson, 19.8.2007 kl. 18:20

4 identicon

Eeeeee - við skulum nú ekki gleyma hverjir hafa haft hæst um japanskar blikkdósir undanfarinn áratug!!  Held meira að segja að "sumir" hafi svarið og sárt við lagt að svoleiðis drasl mundu þeir aldrei kaupa - þýskir eða sænskir bílar væru þeir einu sem akandi væri á um!

sn (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband