1.10.2007 | 23:40
Sveitaóðalið
Kíkti í fyrsta sinn á sveitaóðal bróður míns, bærinn er hinn glæsilegasti þótt sitt hvað eigi nú eftir að fullklára. Mikið afskaplega verður þó gaman hjá bróður mínum að skipta um ljósaperur í stofunni í 4-5 metra hæð. Ég kíkti nú ekkert á útihús að þessu sinni en túnin virðast ágæt og henta vel fyrir nokkurn frístundabúskap. Agnes frænka mín hefur einmitt tjáð mér hversu blómlegur kúabúskapur er þarna í Gvendargeislanum og býst ég því við að bróðir minn kaupi sér nokkrar kusur fyrir næsta sumar.
Athugasemdir
Hvernig er það Óli, má halda rollur í þinni sveit?
Eva (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 12:32
Íbúðinni fylgir greiðslumark fyrir 30 rollur þannig að vitaskuld verður hafinn búskapur í Maríubaugnum.
Óli Njáll Ingólfsson, 2.10.2007 kl. 16:34
Er bróðir þinn orðinn frístundabóndi?
BÓ (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 00:11
jújú, það er víst
Óli Njáll Ingólfsson, 5.10.2007 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.