8.10.2007 | 05:04
Einu ári eldri og elli kerling farin að segja til sín
Já, lesandi góður þú sérð rétt, þessi færsla er skrifuð klukkan fimm að nóttu til. Búinn að liggja andvaka í lengri tíma og fór bara fram úr. Frá því á föstudag hef ég steinlegið með 39-40° hita, hálsbólgu, endalausan hausverk, nefrennsli, svitaköst og kuldaköst á víxl. Þetta er með eindæmum dapurt fjölskylduhald hér á Kapló, Valur nýstiginn upp úr lungnabólgunni þegar húsbóndinn leggst í bólið. Ég tengi þetta vitaskuld þeirri staðreynd að ég er orðinn 27 ára gamall og einungis 40 ár í eftirlaunin. Heilsan er strax á niðurleið. Þessu til viðbótar er Sunna farinn að kenna sér krankleika og ekki loku fyrir það skotið að við eyðum deginum saman hér heima í stofu, sæl er sameiginleg eymd.
Liverpool er alveg að klúðra sínum málum, plan mitt um að sjá liðið tryggja sér titilinn á Anfield þann 3. maí er nú í lausu lofti, ætli við tryggjum okkur ekki bara sæti í Uefa cup í staðinn. Reyndar var liðsval Benitez furðu heilbrigt þessa helgina, einungis John Arne Riise sem hefði ekki átt að vera þarna, ég hefði byrjað með Babel. Ennnn, verum bjartsýn.
Athugasemdir
til hamingju með ammælið, vona líka að ykkur fari að batna öllum saman, bestu...
Hjördís (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:49
takktakk, ég held að heilsan komi þegar líður á vikuna
Óli Njáll Ingólfsson, 8.10.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.