Einu ári eldri og elli kerling farin að segja til sín

Já, lesandi góður þú sérð rétt, þessi færsla er skrifuð klukkan fimm að nóttu til. Búinn að liggja andvaka í lengri tíma og fór bara fram úr. Frá því á föstudag hef ég steinlegið með 39-40° hita, hálsbólgu, endalausan hausverk, nefrennsli, svitaköst og kuldaköst á víxl. Þetta er með eindæmum dapurt fjölskylduhald hér á Kapló, Valur nýstiginn upp úr lungnabólgunni þegar húsbóndinn leggst í bólið. Ég tengi þetta vitaskuld þeirri staðreynd að ég er orðinn 27 ára gamall og einungis 40 ár í eftirlaunin. Heilsan er strax á niðurleið.  Þessu til viðbótar er Sunna farinn að kenna sér krankleika og ekki loku fyrir það skotið að við eyðum deginum saman hér heima í stofu, sæl er sameiginleg eymd.

Liverpool er alveg að klúðra sínum málum, plan mitt um að sjá liðið tryggja sér titilinn á Anfield þann 3. maí er nú í lausu lofti, ætli við tryggjum okkur ekki bara sæti í Uefa cup í staðinn. Reyndar var liðsval Benitez furðu heilbrigt þessa helgina, einungis John Arne Riise sem hefði ekki átt að vera þarna, ég hefði byrjað með Babel. Ennnn, verum bjartsýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með ammælið, vona líka að ykkur fari að batna öllum saman, bestu...

Hjördís (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Óli Njáll Ingólfsson

takktakk, ég held að heilsan komi þegar líður á vikuna

Óli Njáll Ingólfsson, 8.10.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband