Tíu litlir negrastrákar

Guð minn góður hvað fólk getur orðið vænisjúkt út af einni bók. Það er nákvæmlega engan rasisma að finna í bókinni Tíu litlir negrastrákar en bókin er hins vegar stórskemmtileg aflestrar. Misviturt fólk hefur hins vegar síðustu daga hlaupið upp til handa og fóta og vælt yfir því að bókin ýti undir kynþáttafordóma. Hvergi hefur þó nokkur þessara einstaklinga fært rök fyrir því hvað er rasískt við bókina.

Einhver nefndi reyndar andúð sína á orðinu negri. Ekki get ég séð að þau séu haldbær, þetta er einfaldlega orð sem vísar til litarháttar en inniheldur ekkert gildismat á þeim kynþætti sem það vísar til. Ef orð á borð við niggari og surtur væru notuð í bókinni myndi málið þó vissulega horfa öðruvísi við.

Ef texti bókarinnar kvæðisins er skoðaður þá get ég ekki séð að neitt misjafnt sé þar á ferð, kannski finnst einhverjum það voðalega rasískt að einn hafi borðað yfir sig af kexi og annar sprungið á limminu - ég get þó ekki tekið undir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíð í ofvæni eftir að einhver mótmæli þessari færslu þinni - sjálf er ég hjartanlega sammála og búin að kaupa bókina til að lesa/syngja fyrir barnabörnin!!!!!   -  Enginn mótmælti Max og Mórits hér um árið - lentu þeir þó í hakkavél og enduðu sem svína- eða hænsnafóður, man ekki hvort.

sn (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:19

2 identicon

Mér finnst þú full fljótur á þér, Óli minn.

Er enginn rasismi að finna í bókinni? Vil endilega tíunda það fyrir þér en ég get það sennilega ekki verandi svo heimskur.

Marvin (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Óli Njáll Ingólfsson

Það er nú leitt ef þú telur sjálfan sig vera þetta heimskan Marvin. Sjálfur ætla ég ekki að leggja á það mat.

Stend þó við mína skoðun að negrastrákarnir tíu séu jafn saklausir og hafnarfjarðarbrandarar.

Óli Njáll Ingólfsson, 27.10.2007 kl. 15:42

4 identicon

Þú mátt endilega gefa mér góða skýringu á því - senda mér það svo í pósti.

Marvin (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 01:13

5 identicon

ég verð að vera ósammála þér.

er engann rasisma að finna í tíu litlir negra strákar?

Þú ættir að lesa fréttablaðið, ég gæti sagt að fyrst þegar maður heyrði um endurútáfu þessara bókar, hlakkaði bara dálítið í manni, svona ægilega krúttleg barnavísa sem maður man svo vel eftir.

Svo las ég virkilega athyglisvert blogg sem ég held að þú þyrfir að lesa. hah,eftir Gauta B Eggertson einhvern, sem býr í Bandaríkjunum og á einmitt einn lítinn sætan negrastrák.

Bloggið var meira að sega birt í Fréttablaðinu og tók heila siðu. Og ég get fullyrt það, að þessi litla saga hljómar virkilega viðurstyggilega.

 Það sem er einmitt sérstaklega ógeðslegt er sú staðreynd, að þetta eru ekki bara krúttlegar rímur, því fyrir hundrað árum voru þetta viðhorfin til blökkumanna, á þeim tímum sem bókin kom út, litlu negrastrákarnir tíu, deyja úr leti, heimsku, hræðslu, græðgi, ofdrykkju, vitfyrringu, o.s.frv. 

Í einni bandarísku útgáfunni er endirinn á  þessa vegu "One little nigger boy left all alone. He went an hanged himself and then there were none."Sem var víst einmitt algengur dauðadagi blökkumanna, hengja sig áður en Ku Klux Klan gerðu það. En það frábæra í íslensku útgáfunni, er einmitt svo ágætur endirinn að þá eignaðist síðasti negrin konu og aðra tíu litla negrastráka, sem var auðvitað mjög heppilegt, því þá var alltílagi að drepa tiu, því af þeim spruttu strax aðrir litlir tíu, syngjandi, bíðandi eftir svipuðum dauðdaga.

Einsog þessi Gauti sagði "Bók þessi þótti áreiðanlega mjög fyndin og skemmtileg í suðurríkjum Bandarikjanna fyrir hundrað árum, enda rimu dauðdagarnir svo ægilega krúttlega.."

 Ég krefst þess að þú lesir bloggið áður en þú kaupir kannski eitt stykki af þessu frábæra menningarafreki og raulir fyrir börnin þín fyrir háttinn og hugsir aðeins útí það hvað hún er stórskemmtileg aflestrar.

Já annars ætti ekki að taka mark á mér, fjórtán ára gamalli, misviturri manneskjunni.  

maría (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband