Um greiðsluvanda ungs fólks

Mikið er vælt yfir hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu íbúð nú til dags. Hvaða röfl er þetta? Fólk þarf bara að læra að spara. Það er ekki lífsnauðsyn að aka um á nýjum dýrum bílum, skella sér reglulegag á sólarströnd og éta steikur í hvert mál. Kaupið minni íbúð, farið í strætó, takið slátur, lærið að prjóna og hættið að væla!

Vandamálið nútímans er einfalt: Fólk er fífl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

je je je - segir hver?  Einn sem veit varla hvernig strætó er á litinn, ekur um á nýjum bíl(um) hefur aldrei tekið slátur og kann ekki að prjóna??? 

sn (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Óli Njáll Ingólfsson

Strætó er gulur, bíllinn minn er á 3. ári og svo á ég yfirbyggt reiðhjól og fékk heldur betur fínar einkunnir úr saumum í grunnskóla meðal annars fyrir prjónaskap.

Í annan stað þá er ég ekki að væla yfir minni stöðu enda tilheyri ég ekki þeim hópi fólks sem er fífl og vil ég einkum þakka það foreldrum mínum sem lögðu til góð gen og gott uppeldi.

Óli Njáll Ingólfsson, 14.11.2007 kl. 08:08

3 identicon

Mikið svakalega er ég sammála þér minn gamli "meistari".

En er ekki alltaf best að kenna einhverjum öðrum um. Er þetta ekki allt græðgissamfélaginu að kenna þar sem veraldleg gæði skipta öllu máli ?  

Bjarni Ólafur (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:15

4 Smámynd: Óli Njáll Ingólfsson

það er alltaf gott að eiga stóran bróður:)

Óli Njáll Ingólfsson, 21.11.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband