Fatlafól, fatlafól

Loksins fór ég til læknis út af bakveseninu í mér. Ég er ekki með brjósklos. Það er ágætt að vita en bjóst hvort sem er ekkert við því að vera með þann andskota.

Hins vegar þarf að skoða mig betur og því skal tekin mynd á morgun. Í framhaldinu þarf ég líklega að kíkja til sjúkraþjálfara og læra hvernig ég á að haga mér.

Kannski ég ætti ekki að sitja með lappann í kjöltunni í sófanum og blogga:)


Furðulegt fyrirbæri

Í morgun gekk faðir minn um gólf með nikótínplástur.

Það er sérkennilegt í ljósi þess að maðurinn hefur aldrei reykt.


Illmenni dagsins

er klárlega konan sem öskraði á mig í morgun til að draga mig fram úr rúminu.

Porcaro???

Vel getur verið að Mike Porcaro sé skeggprúður.

Maðurinn á myndinni er þó Leland Sklar.

Fréttaritari greinilega ekki mjög vel að sér.

En hvað sem því líður þá skemmti ég mér ágætlega á Toto. Frægu lögin eru góð, hin eru áheyranleg en lítið meira en það. Fyrir mig var nóg að heyra Africa, ég er sáttur.


mbl.is Toto á tónleikum í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toto frh.

Þegar ég hugsa um það man ég ekki eftir neinu lagi með toto nema Africa....

....kannski verða þetta mjög stuttir tónleikar.


Toto

Í kvöld verður farið á Toto. Það verður gaman.

Síðar í þessari viku ætla ég á Die Hard. Vonandi hitti ég Björn Bjarnason í salnum.


Merkileg staðreynd

Árið 2111 gæti fæðst maður sem fengi kennitöluna 111111-1111

Þetta er mannbætandi staðreynd


Tilraun

valurBara að prófa hvernig það virkar að setja inn myndir hér. Valdi flottasta módel sem ég hef séð. Hér er hann að "bila gída"

Fyrir þá sem leiðist má velta fyrir sér hvernig Írakabakarí er skrifað aftur á bak....

jújú, Írakabakarí

 


Landsbyggðarliðið getur sjálfu sér um kennt

Í öllu þessu fári um hvað ástandið verði nú slæmt á landsbyggðinni eftir niðurskurð kvótans hoppar púki upp á öxl mér og öskrar út í heiminn að þetta lið gæti sjálfu sér um kennt vegna kvótasvindls, löndunar framhjá vigt, brottkasti o.s.frv.

En það er vitaskuld bara púkinn sem segir svo. Ég er vinur landsbyggðarinnar og legg til að fé verði varið til að byggja upp nautgriparækt í landinu. Það er alvöru mótvægisaðgerð og svo er nautakjöt gott.


Frjáls

Ég er laus undan vanabindandi áhrifum Hattrick og hættur að spila leikinn. Það var kannski kominn tími til, þetta var farið að verða leiðinlegt.

Í staðinn ætla ég að snúa mér að saumaskap.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband