grimmur einvaldur?

Mikið er það nú undarleg framkoma að bjóða manni í heimsókn til þess eins að ausa yfir hann fúkyrðum eins og þessi skólastjóri gerði við Ahmadinejad. Auk þess sem Ahmadinejad er alls enginn einvaldur heldur lýðræðislega kjörinn forseti Írans. Bandaríkjamönnum hættir þó til að kalla þjóðarleiðtoga illum nöfnum ef skoðanir þeirra eru ekki "réttar" í helstu málaflokkum.
mbl.is Fjandsamlegar móttökur virtust slá Ahmadinejad út af laginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kynntu þér málið áður en þú ferð að bera blak af manni sem ógnar heimsfriðnum með hatursfullum ummælum, sem flestum vestarlandabúum býður við, og vígbúnaðaráætlunum.

Jói (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 23:35

2 identicon

"Lýðræðislega kjörinn" - hefurðu einhverja hugmynd um hvað þú ert að fullyrða? (veistu hvað klerkastjórn er?)

Mér finnst alveg kostulegt að þú skulir setja þig á háan hest og tala um "undarlega framkomu" hjá Bandaríkjamönnum í þessu tilfelli.

Hugsaðu málið.  Þessi maður lýsir yfir stuðningi við fólk sem fremur hryðjuverk og þjóðarmorð en um leið og einhver kallar hann skíthæl, stígur þú fram sem hetja honum til varnar og segir "heyrðu mig, þetta var nú óþarfi" (lúðraþytur hér)

Makalaust

Tommi (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 00:13

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Veistu það Óli, mér finnst sérkennilegur málflutningur þeirra sem taka allan málflutning bandaríkjastjórnar í gegnum fréttastofurnar sem hvítþveginn sannleika. Við sjáum alltaf betur og betur að gott er að hafa taumhald á áróðrinum þegar blása þarf til innrásar í olíuauðug ríki eins og Íran (þú veist næsti bær við olíuríkið Írak).

Næst er það hið olíuauðuga Venezúela (Hugo Chavez er þar hinn illi einræðisherra)... og svo... kannski Kazakstan (hvaða vondi einræðisherra skyldi ríkja þar?)

Haukur Nikulásson, 25.9.2007 kl. 00:33

4 Smámynd: Óli Njáll Ingólfsson

Mikið getur mönnum hitnað í hamsi. Best að svara 

Tommi: Ég veit ágætlega hvað klerkastjórn er og einnig hvað ég á við með lýðræðislega kjörinn, Ahmadinejad sigraði í seinni umferð síðustu forsetakosninga með yfir 60% fylgi þar sem um 60% kosningabærra manna tóku þátt, og ekki veit ég til þess að sýnt hafi verið fram á að þar hafi verið brögð í tafli þótt vissulega hafi margir sett fram samsæriskenningar. Gott dæmi um mun vafasamri framkvæmd kosninga eru forsetakosningar í Bandaríkjunum árið 2000. Þess má geta að Mohammad Khatami, forseti Írans, 1997-2005 var kjörinn eftir sömu reglum en ekki var hann kallaður einræðisherra eða einvaldur á vesturlöndum enda hafði hann skoðanir sem féllu betur að ráðamönnum þar.

Jói:  Það er hæpið að segja Ahmadinejad ógna heimsfriðnum. Ekki er hann blóðugur upp fyrir haus líkt og ráðamenn í Washington, hversu mörg mannslíf hafa þeir á samviskunni í Írak og Afganistan?

Óli Njáll Ingólfsson, 25.9.2007 kl. 00:37

5 identicon

Viðmót skólayfirvalda og viðstaddra við "heimsókn" forseta Írans í skólann sýnir á hve ægilega lágu plani grundvallar atriði eru í us (og jafnvel í hinum vestræna heimi)  í dag.  Það er bara skömm að þessu.  Það er það.

En ég veit ekki... er samt ekki meirihluti fólks á vesturlöndum alltof upplýstur til að taka marg á fíflagangi MSM og us yfirvalda gagnvart Íran og forseta þess nú um stundir ? Ég held það.  1/3 mun kaupa áróðurinn, 1/3 er vel að sér og þekkir og veit hvað býr að baki og ég held að 1/3 muni ofbjóða núna og fara að kynna sér málin betur og muni sjá hvurslags hystería er í gangi.  Ég held það.

En miðað við atganginn og dónaskapinn í svokallaðri "heimsókn" þá fannst mér forsetinn standa sig ótrúlega vel og kom út sem hinn skynsamasti maður að mörgu leiti.  Skrítið hvað menn geta hamrað á þessari holocost sögu endalaust... hann hefur aldrei afneitað holocost... hann hefur sagt að honum finnist að ekki eigi að setja punkt aftan við atburðinn, heldur eigi að leifa áfram rannsóknir á þeim atburði... og í framhaldi, af hverju palestínumenn eigi að gjalda fyrir það. Allt og sumt.

 Meir að segja hommakommentið er ekkert óskaplegt...ef fólk hugsar aðeins málið.  Menning þessa svæðis er með allt öðrum hætti en nú til dags á vesturlöndum.  Þar þekkist ekki homosexual menning eins og á vesturlöndum (eins ágæt og hún nú er) Hún bara þekkist ekki.  Það var það sem hann meinti með svari sínu.  Talið er að Íran lífláti fólk fyrir samkynhneygð en það mál er bara allt í óvissu og alveg óljóst hversu því er nakvæmlega farið.  Td. verður að hafa í huga að í flestum múslímaríkjum er litið á samkynhneygð sem afbrot o.s.frv. og td að Sádí Arabía tekur fólk einnig af lífi fyrir það... ekki gera us menn athugasemdir við þá.

Athyglisvert að hann kaupir ekki skýringarnar varðandi 9/11... en það gerir nú varla nokkur maður lengur að vísu.

Bjarki (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 02:15

6 identicon

Thessi Joi a greinilega eitthvad erfitt. Gjorsamlega heilathveginn.

Hogni (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband